Þetta er bilun

Það er eitt sem ég gjörsamlega þoli ekki. Jú ég er svona pínulítið tækjasjúk og á mikið af alls konar sniðugum tækjum en það fylgir nútíma tækjum að þau eru ALLTAF að bila. Ef ég man rétt þá áttu foreldrar mínir AEG þvottavélina sína í tæplega 30 ár og hann faðir minn sá um almennt viðhald á henni. En t.d. þvottavélar í dag endast ekki svona lengi, þú ert heppin ef þær endast út ábyrgðartímabilið, annars er það mjög algengt að þær bili þegar tvö ár og einn dagur er liðin frá kaupum. En kannski er ég bara alveg sérstaklega óheppin í þessum tækjamálum öllum. Síðast var það nú fartalvan mín sem neitaði að starfa með Windows XP stýrikerfinu, hún startaði sér bara ekki, svo núna er ég með stýrikerfi á spænsku en það var það eina sem fylgdi tölvunni, reboot-diskur á spænsku...BlushTounge

Svo er nýji Nokia síminn minn í viðgerð, bíð eftir að fá hann til baka og á meðan kaupi ég bara íslensk-spænska orðabók og kem mér inní máliðLoL

Later..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Hólm Ármannsson

já þetta er allt með ráðum gert erla mín... en hvernig gengur renóinn:) manni er nú farið að hlakka til helgarinnar...:)

Arnar Hólm Ármannsson, 19.2.2008 kl. 15:48

2 identicon

Erla mín maður kaupir sér ekki Nokia síma þeir eru bara ekki að virka:)

Alda (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Kristín Halldórsdóttir

Takk fyrir góða helgi skvísa !!! Svona er þetta bara með þessi tæki... stundum bara virka þau og virka og stundum bara bilar ALLT!!! Svo held ég nú líka að það sé öðruvísi framleiðsla á tækjum í dag... allt fjöldaframleitt og gert og sett saman í vélum en ekki í handunnið eins og hér áður  Svo held ég líka að fólk hafi farið mun betur með tækin sín hér áður fyrr  en allavega... vildi bara kvitta og vera memm í umræðunni

Kristín Halldórsdóttir, 25.2.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hexia de trix

Höfundur

Erla Skarphéðinsdóttir
Erla Skarphéðinsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Vinirnir

242 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband