Smá pælingar!!

I´ve been thinking..

Nú er árið 2008 og páskar á næsta leyti. Tíminn flýgur áfram stundum án þess ég fatti það. Stundum er meira segja eins og maður detti úr sambandi og missir af nokkrum dögum, jafnvel vikum. Eins og til dæmis núna. Ég er varla búin að blikka augunum á jólunum þegar páskarnir eru komnir, getur verið pínu spooky hvað tíminn er fljótur að líða. Ekki það að mér kvíði fyrir að eldast. Langt í frá. Ég er alveg búin að ákveða það að þegar ég fer á elliheimili þegar ég verð öldruð þá ætla ég að skemmta mér konunglega, er löngu búin að ákveða að þá væri besti tíminn að byrja að reykja hass eða gras, nenni ekki svoleiðis rugli núna en get alveg ímyndað mér að sumt gamalt fólk er mjög skemmtilegt í svoleiðis vímu og hefur jafvel gott af því......þ.e. ef ég kemst það langt....Tounge En já hún Júlía systir var að minna mig á það í gær að það eru 3 ár í fermingu hjá dóttur minni...jesús..ég sem er enn stelpa.. rétt skriðinn yfir gelgjuskeiðið...LoL  Er að verða 30 ára... nei ég meina 29A þann 27.mars n.k. Hlakka mjög mikið til, þeir segja að bestu ár konunnar séu milli þrítugs og fertugs svo ég bíð spennt.

Mig langar ennþá í hjólhýsi, svona pínulítið og krúttlegt svo við mæðgur gætum farið í útilegu í sumar, ekki séns að ég sofi í tjaldi niður við jörð, gæti skriðið könguló inní eyrað á mér. Já eða uppí mig...guð minn góður...fæ hroll þegar ég hugsa um þaðCrying Annars er ég ekki alveg þessi útilegu týpa, mig langar bara að gista þar sem er rennandi vatn og þar sem hægt er að baða sig almennilega. Ég veit að á mörgum stöðum þar sem tjaldsvæði og hjólhýsasvæði eru eru sturtur sem fólk getur borgað einhverjar krónur til að baða sig en þá fer ég bara að hugsa um skítinn af manneskjunni á undan, var hún með vörtur eða eitthvað þaðan af verra eða jafnvel á þessu mánaðarlegaSick(annarra manna finnst mér Crying), mér s.s. líkar ekki við almenningssturtur...og hvað þá almenningssalerniSickSick Finnst ekkert verra en að sjá annarra manna rassgat fyrir mér akkúrat á þeim stað sem ég sest............ ég veit að ég hljóma kannski smá skrýtin og paranoid en svona er þetta nú bara... get engan vegin að þessu gert. Svo er líka spurning um hve vaskar á almenningssalernum eru hreinir, get bara ekki gleymt því þegar mamma gekk inn á erlenda konu á kvennasalerninu í Ásbyrgi og hún er ber að neðan og skrúbba fermingarsysturina í vaskanum (djöf.. pakk tímir ekki að borga 100 kall í sturtu) ...þar sem hinir tannbursta sig..ojojohojoj mamma s.s. hætti við að bursta tennurnar þarna.Shocking Viðbjóður..

En já páskar að detta inn, við mæðgur ætlum að skella okkur í borgina eftir helgi þar sem Eyþór er að fermast. Það verður svolítið ævintýralegt, ég þarf að dúða Sirrý í svefnpoka eða sængur í bílnum því hann hitar sig ekki. Ekki alveg nógu gott en það hlýtur að reddast, við syngjum bara í okkur hitaGrin

 Jæja bið að heilsa í bili kv. Erla skrýtnaTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hexia de trix

Höfundur

Erla Skarphéðinsdóttir
Erla Skarphéðinsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Vinirnir

249 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband