Hérna fáið þið gömul og góð húsráð

    
  1. Hvað skal gera við geitungastungu: Ef þú ert stungin(n) af geitungi, þá er gott að setja sykurmola eða sykur yfir stunguna og líma niður með plástri.
  2. Að gera við regnföt. Ef þú þarft sð gera við regnföt sem farið hafa í sundur í "límingunni" þá er gott ráð að leggja sárið saman og setja álpappír beggja megin við það og svo strauja rólega yfir með straujárni.
  3. Tyggjóklessur úr fötum: Þú skellir flíkinni inn í frysti og síðan getur þú mulið tyggjóið úr.
  4. Tyggjóklessur í hár eða á húð: Sæktu smjörlíki, makaðu því vel á staðinn þar sem tyggjóið er fast og voila: mikið auðveldara að ná því úr. Mæli samt með að þvo hárið líka eftir slíka meðferð.
  5. Vaxblettur úr efni nærð þér í dagblað, leggur yfir blettinn og straujar svo yfir. Þá bráðnar vaxið og sogast upp í dagblaðið.
  6. Ná kaffiblettum úr kaffibollum Maður smellir bollunum einfaldlega í klórvatn og leyfir þeim að liggja yfir nótt. Þetta kölluðum við að "klóra" bolla. Síðan þvær maður þá bara eins og venjulega og þeir glansa að innan.
  7. Límblettir af gleri : gott ráð að fá sér sítrónudropa (kökudropa), hella þeim í blauta tusku og nudda vel yfir.
  8. Blettir á parketti er annað sem er frekar hvimleitt, en stundum virkar að taka blauta tusku og hella ediki í hana og strjúka yfir blettina.
  9. þýða hakk án þess að þurfi að taka það úr frysti með sólahrings fyrirvara er gott að setja hakkið í nýjann, hreinan poka og setja hnút efst á pokann. Lofttæma og fletja hakkið út svo það svipi til pizzu. Svo er þetta fryst eins og gert væri með hakk í bakka. Ef þetta er gert tekur ekki nema örskamma stund fyrir hakkið að þyðna svo ekki þarf að ákveða með miklum fyrirvara ef hakk skal vera í matinn.
  10. skera oststykki sem er orðið lítið er gott að taka smjörpappírs lengju og þræða í gegnum gat ostaskerans. Þá gengur mun betur að skera ostinn. Einnig er gott að þrífa ekki ostaskerann eftir hverja notkun því þá festist osturinn ekki við skerann.
  11. Losna við Vonda lykt úr ísskáp: Látið 2-3 tsk af matarsóda standa í opnu íláti í ískáp og þið losnið við alla lykt úr honum. EÐA Strjúka innan úr ískápnum með ediki til að losna við vonda lykt.
  12. Skera sveppi í jafnar sneiðar Til að skera sveppi í jafnar sneiðar er best að skella þeim í eggjaskerann.
  13. Til að losna við fitu sem sest ofan á eldhússkápa: Setja plastfilmu ofan á eldhússkápana. Þá sest fitan og rykið á plastið ekki skápa og ekkert mál að þrífa.
  14. Hvernig lætirðu tengdó halda að þú hafir bakað en ekki keypt köku: Annað ráð í sama blaði var að bræða smjörlíki á pönnu og strá svo kanel yfir. Þá kæmi lykt af nýbökuðu í allt húsið og þú gætir svo borið fram búðarkeyptu kökurnar þínar og allir héldu að þetta væri nýbakað!!!!
  15. Hvernig heldurðu baðherbisflísum glansandi: Bílabón á flísarnar á baðinu, halda glansanum í ár.
  16. Til að ná grasgrænku úr fötum, hellið nýmjólk í blettinn og svo uppþottarlegi og nuddið saman.
  17. Hvítir sokkar verða alveg skjannahvítir ef þeir eru soðnir í vatni með nokkrum sítrónusneiðum. Sítrónan er náttúrulegt bleikiefni.
  18. Til að afrafmagna Mýkingarefni: Er afrafmagnandi og stórsniðugt til þess að m.a strjúka af rimlagardínum og rafmagnstækjum! Blandið mýkingarefninu við vatn og vindið tusku uppúr því.
  19. Auðvelt ráð til að þrífa rimlagardínur: Ef þú þrífur rimlagardínur í baðkerinu, leystu þá upp 1 uppþvottarvélarkubb í vatnið og allt rennur af.
  20. Barnið pissar undir Þegar slys verður og barn vætir rúmið sitt er gott að strá kartöflumjöli á blettinn og láta þorna. Kartöflumjölið drekkur svo þvagið í sig. Þegar bletturinn er alveg orðinn þurr þá er mjölið ryksugað upp og enginn blettur verður eftir í dýnunni.
  21. Til að ná litum af vegg: tannkrem og naglabursti. Gott er að vera í gúmmí hönskum. WD-40 hefur líka virkað vel.
  22. Hvernig færðu leðurskó fína án skóáburðs Pússa leður skó með bananahýðinu, innra laginu, verða mjög fínir.
  23. Ef börnin eru að perla og perlurnar fara út um allt þá er bara að skella nælonsokk á ryksuguna og sjúga perlurnar upp, taka sokkin og tæma í perluboxið.
  24. Ef þú þarft að skipta einum tertubotni í tvennt, þá er best að gera það með tvinna. Þú byrjar á því að skera fyrir hringinn í kring og leggur síðan tvinnaspottann í skurðinn, heldur svo í báða endana á spottanum og dregur svo tvinnann í gegnum botninn.
  25. Ef þú ert að bera fram ísmola í skál, þá er mjög sniðugt að hvolfa litlum disk eða undirskál í skálina sem þú setur ísmolana í. Þá bráðna klakarnir ekki eins fljótt, og vatnið sem lekur af klökunum fer undir litla diskinn og klakarnir liggja ekki í vatninu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

Sniðugt, takk fyrir þetta

Kolla, 17.5.2007 kl. 21:09

2 identicon

Ertu ekki að drepast í hendinni ??

þristurinn (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 09:06

3 identicon

Ég hef heyrt að svona OFURBLOGGARAR hafa stundum getað fundið lækningu meina sinna, en alls ekki alltaf..... Við getum verið að tala um sinaskeiðabólgu, tennisolnboga,vefjagigt, tognun á verstu stöðum og ýmislegt annað .  Farðu í tékk.  En ef ekkert finnst að sestu þá niður og BLOGGAÐU..

þristurinn (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 09:11

4 identicon

altíkeiinu!!  það er bara þessi taktíkin.  ég reyndi að koma þér til bjargar.  þú ert GLÖTUÐ

þristurinn (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hexia de trix

Höfundur

Erla Skarphéðinsdóttir
Erla Skarphéðinsdóttir
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Vinirnir

242 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband