Jólin koma

vááá...tíminn líður og tíminn flýgur. 17 dagar til jóla og allt komið á fullt.

Ég var loksins að fá fartölvuna mína úr viðgerð sl. föstudag, búin að vera í viðgerð í 7 VIKUR. Mín var orðin pínu óþolinmóð að bíða svona en varð svo mjög glöð þegar ég loksins fékk hana í hendurnar. Sú gleði stóð nú ekki lengi yfir því nánast um leið og ég kveikti á henni þá kom í ljós að hljóðið í henni er bilað...... just my luck... Þá hefur sem sagt allt bilað í tölvunni sem getur bilað. Harði diskurinn eyðilagðist þegar hún var sjö mánaða, núna var verið að skipta um móðurborð og þá er nú bara meginpartur tölvu upptalinn. En auðvitað þurfti eitthvað annað að bila. Greinilega hef ég keypt eitthvað rusl á sínum tíma. En ég hringdi bara í bossinn í Office 1 í stórborginni og sagði alla sorgarsöguna. Hann sem betur fer skildi hvað ég var að fara og sagðist gera allt sem hann gæti til að koma til móts við mig. Sem sagt, ég fæ nýja tölvu (ekki sömu gerð...hjúkk) og er alveg hæstánægð með það. 

En þá eru það jólagjafir. Það er komið pínu stress í mig útaf jólagjöfum. Veit alveg að maður á ekki að huxa þannig en samt... Ég er ekki byrjuð að versla en ég veit alveg að um leið og maður dettur í gírinn þá klárað maður allt á no time. Það er bara spurning hvenær maður dettur í þennan gír. Ég er nebblega aðallega búin að vera í frígír núna undanfarið og detta jafnvel í bakkgír. Mál til komið að breyta því. Akkuru eru ekki til neinar jólatöflur. Litlar rauðar og grænar töflur með myndum af jólasveinum og snjókörlum. Skellir einni í sig með jólaölinu og dettur í jólagírinn. Ég væri alveg til í það. hó hó hóHalo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var mikið að þú skrifaðir eitthvað....... Ég var farin að halda að þetta væri bara eitthvað grín.  Og bara svo þú vitir það þá er ekkert til sem heitir Jólastress ;)

Bella syss (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 09:54

2 Smámynd: Berglind Skarphéðinsdóttir

Þetta er ég aftur.. Bara að testa

Berglind Skarphéðinsdóttir, 11.12.2006 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hexia de trix

Höfundur

Erla Skarphéðinsdóttir
Erla Skarphéðinsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Vinirnir

249 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband