14.11.2006 | 15:34
Hó Hó Hó
Jæja...þá eru 40 dagar til jóla. Ó mæ god hvað tíminn er fljótur að líða. Ég verð fertug áður en ég veit af og fer svo á elliheimili viku seinna.....
En hvað með það. Það er að kyngja niður snjó hér í höfuðstöðvum Norðurlands. Færð á vegum er ömurleg og eingöngu aðalgötur mokaðar. Alveg ótrúlegt... En maður verður bara að sætta sig við vetur konung þar sem við erum á norðurhveli jarðar og þetta fylgir víst staðsetningunni.
Börnin hafa samt ekki neitt á móti smá sköflum, því hærri því betri. Helst er að finna stóran ruðning eftir snjómokstur og búa til völundarhús þar. Man alveg eftir því þegar ég var krakki. Við fórum út í nánast hvaða veðri sem var og fórum ekki inn fyrr en maður var kalin á tám og rasskinnum. Þá lagðist maður bara fyrir framan hitablásarann eða með fæturna á ofni og reyndi að fá smá hlýju í kroppinn. Svo fékk maður oft kakó og kringlur hjá mömmu...oohhh...the good old days...
AFTUR TIL FORTÍÐAR.....
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hexia de trix
Vinirnir
- Kitta skvísa
- Arnar minn hólm
-
Alda Heim.
Alda kalda -
Didda mín
Minningarsíða Sesars -
Jóhanna Ey.
Fóa feykirófa -
Sunna Hólm
Sunnulingur
249 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.