9.1.2008 | 15:55
Hvaða hvaða..
Kæra dagbók
Nú eru jólin búin, rosalega voru þau fljót að koma og ennþá fljótari að fara. Ég skil ekki hvað ég geri til að tíminn sé svona ofboðslega fljótur að líða, stundum finnst mér ég hreinlega missa heilu dagana út og veit ekki hvað varð um þá. Það er alveg svakalegt að lenda í því að vera að njóta sumarsins eina stundina og svo eru jólin bara komin með öllu sínu stressi... Þetta hlýtur að fylgja aldrinum. Þegar maður var yngri var árið heila eilífð að líða en núna er það eins og nokkrar vikur. Ég er náttlega að verða þrítug núna í mars svo kannski á þetta bara að vera svona núna..heheheh
En nóg um það, þarf að fara að kreista út smá bjartsýni hérna. Það er alveg frábært hvað er lítill snjór hérna hjá okkur norðan heiða og færð á vegum hérna í bæ gæti vart verið betri miðað við árstíma. En hitastigið getur ekki ákveðið sig hvoru megin við núllið það á að vera, einn dag er 8 stiga frost (eins og í gærmorgun) og hinn daginn er 3 stiga hiti (eins og í morgun). Það er soltið spes en mjög fjölbreytt. (kreist..kreist..)
jæja, þá er Freyja mín flutt í sveitina, nánar tiltekið í Gilsá 1. Þetta fer að verða ansi góð kommúna þarna framfrá, Arnar í Gilsá 2 og Sköldur og Kristín í Nesi. Það er kannski bara pæling að fara í sveitina, Gullbrekka er laus...hihihihi. Eða kannski flytur maður bara í IKEA.
Later - Perla
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hexia de trix
Vinirnir
- Kitta skvísa
- Arnar minn hólm
-
Alda Heim.
Alda kalda -
Didda mín
Minningarsíða Sesars -
Jóhanna Ey.
Fóa feykirófa -
Sunna Hólm
Sunnulingur
253 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
kvaþerraðér !!
Þú býrð nú þegar í sveit. Ekki einu sinni hugsa um það að hverfa í eitthvað einskismannsland..það er nóg að heimsækja eina systirina í dreifbýli...díses maður !!
3 (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 21:23
Sælar
Ákvað að kvitta fyrir innlitið, verðum að hafa fljótlega kaffi og slúður eins og á föstudaginn en þá að hafa Sunnu og Hönnu með í ráðum
Love ja
Didda
Didda (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.