:-)

Þetta var alveg meiriháttar helgi sem var að líða. Var að vinna á barnum á laugardagskvöldið. Það var bara gaman, góð hljómsveit að spila og svaka stuð. Svo á sunnudagsmorgunin (smá erfitt að vakna..) fór ég ásamt nokkrum góðum vinum í vélsleðaferð upp á Kaldbak. Alveg frábært veður og geggjað færi. Náði að vísu að velta sleðanum á mígandi siglingu en það var bara hressandi að fara smá kollhnís...heheTounge Og svo fékk maður smá lit í kinnarnar í bónusGrin Þá er bara næst á dagskránni að fara á crossara. Er að vísu smá hrædd við það, týpískt að ég mundi liggja stórslösuð eftir það, en maður verður bara að prófa að keyra í drullu. Það var gaman að drullumalla  forðum daga og það er alveg pottþétt ekki leiðinlegt að skíta sig smá út núna. Læt vita hvernig það fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hexia de trix

Höfundur

Erla Skarphéðinsdóttir
Erla Skarphéðinsdóttir
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Vinirnir

249 dagar til jóla

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband