15.1.2007 | 10:22
ZZZZZZzzzzzz
Jæja þá er helgin búin og vinnuvikan tekin við. Það var rosa fín matarveisla fyrir starfsmenn Miðlunar á Laugardagskvöldið í tilefni af flutningunum og svo smá tjútt á gellunum á eftir......nema mér....ég fór að vinna á Vélsmiðjunni. Það var nú samt bara mjög gaman....enda finnst mér mjög gaman að vinna á bar. Eða svona yfirleitt
. En þreytan í gær....vááááá...Mér leið eins og ég hafi orðið fyrir valtara
. Svo þessi sunnudagur fór í alveg meiriháttar leti og smá kríur við og við...það var mjög gott. Og ég er ekki frá því að ég sé ennþá soltið þreytt...eða aðallega sybbin. En kannski er það bara af of miklum svefn í þetta skiptið. Never know.
En hvað er málið með Jón Óttar, Herbalife Godfather. Nú er haldið fram að tengls séu milli herbalife og lifrarbólgu. Af hverju getur hann ekki tekið því eins og maður og viðurkennt að ekkert er fullkomið. Ef Herbalife á að vera svona rosalega gott eins og hann heldur fram og drykkir og töflur geta komið í staðinn fyrir mat af hverju er þá ekki útbúnar svoleiðis töflur og drykkir fyrir fólkið sem er að svelta í heiminum. Ef forðatöflur eru virkilega svona góðar, hvað væri þá hægt að bjarga mörgum börnum úr svelti á hverjum einasta degi. Það er sorglegt að hugsa til þess að á annarri eða þriðju hverri sekúndu er barn að deyja úr hungri á meðan við vesturlandsbúar erum að deyja úr offitu og sjúkdómum tengt ofáti, eða þá að fólk er á Herbalife. Kannski er bara lifrarbólgutíminn komin....rétt eins og uppskerutímabilin.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Hexia de trix
Vinirnir
- Kitta skvísa
- Arnar minn hólm
-
Alda Heim.
Alda kalda -
Didda mín
Minningarsíða Sesars -
Jóhanna Ey.
Fóa feykirófa -
Sunna Hólm
Sunnulingur
249 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
köfunarkvittun á lestri.....
Ólafur fannberg, 15.1.2007 kl. 13:29
stundum er bara svo gott að hvíla sig
Reynir Már Sigurvinsson (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.