5.3.2007 | 13:04
:-)
Þetta var alveg meiriháttar helgi sem var að líða. Var að vinna á barnum á laugardagskvöldið. Það var bara gaman, góð hljómsveit að spila og svaka stuð. Svo á sunnudagsmorgunin (smá erfitt að vakna..) fór ég ásamt nokkrum góðum vinum í vélsleðaferð upp á Kaldbak. Alveg frábært veður og geggjað færi. Náði að vísu að velta sleðanum á mígandi siglingu en það var bara hressandi að fara smá kollhnís...hehe Og svo fékk maður smá lit í kinnarnar í bónus
Þá er bara næst á dagskránni að fara á crossara. Er að vísu smá hrædd við það, týpískt að ég mundi liggja stórslösuð eftir það, en maður verður bara að prófa að keyra í drullu. Það var gaman að drullumalla forðum daga og það er alveg pottþétt ekki leiðinlegt að skíta sig smá út núna. Læt vita hvernig það fer.
1.3.2007 | 15:55
:-)



14.2.2007 | 13:45
Stundum
finnst mér eins og ég geri ekki neitt annað en að vinna og sofa. Það er svo sem allt í lagi í einhvern tíma en það kemur leiði. Stundum langar mig bara að gera ekki neitt, liggja uppí sófa og horfa upp í loftið....
Ég væri til í að eiga einhvern góðan til að eyða deginum, sem sagt Valentínusardeginum, með....en er ekki viss með morgundaginn. Get ekki gert upp hug minn í þeim efnum. Þennan dag langar mig en hinn daginn langar mig ekki, hef ekkert með það að gera. Það er vont að vera særð og ég vil ekki lenda í því aftur.
Kannski verður bara sunnudagurinn haldinn hátíðlegur. Gramsa í mér og finn konuna í mér. Alltaf gaman að halda upp á eitthvað.
8.2.2007 | 10:24
Vinna..vinna..vinna
Jæja þá tekur við vinnuhelgin mikla. Verð á barnum á föstudagskvöldið og nóttina, vinna kl. 10 á laugardagsmorgun til þrjú og svo aftur á barinn um kvöldið og fram á rauða nótt......money..money..money......
Það verður þá bara mikil kaffidrykkja + almínox..
Það er svo mikið frost úti núna og búið að vera það síðastlliðna daga að orðatiltækið "when hell freezes over" er að öðlast nýja merkingu....s.s. eitthvað sem er að fara að gerast fljótlega....
5.2.2007 | 13:59
hehe
Mánudagur enn einu sinni. Ég slapp við helgarvinnu þessa helgina og var því afskaplega róleg um helgina.
Er málið að fá sér tarantúlu..........!!!
Er mafían komin í skólann að Laugum??
Á matvaran virkilega eftir að lækka. Ég held ekki.
Ríkir verða ríkari og fátækir verða fátækari.
Ísland er að verða eins og gömlu Sovétríkin. Hástéttin lifir góðu lífi. Miðstéttin er að detta út og lágstéttin er sífellt að stækka....
Vinir og fjölskylda | Breytt 6.2.2007 kl. 16:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2007 | 14:27
Harkan...
Jæja nú er málið að spíta í lófana (eða spýta....erum ekki alveg vissar vinkonurnar). Ég var að panta og láta senda mér baðinnréttingu og núna er um að gera að henda steinflísunum á gólfið og mála og gera fínt. Keypti fyrir löngu þessar flísar á baðherbergið og reyndar á forstofuna í leiðinni en á alltaf eftir að koma þeim á..... En nú á sem sagt að bretta upp ermar og skella sér í framkvæmdir
Veðrið er bara með ágætasta móti núna, allar götur orðnar auðar..guð sé lof..(þoli ekki að keyra í hálku).
Styttist óðum í Hákarlapartýið. Mig vantar Benz.
Ég held að flensan sé að ryðjast inn á öll heimili...og vinnustaði...
Er virkilega ennþá til fólk hér árið 2007 sem trúir því að hægt sé að af-homma einstakling.
later....
30.1.2007 | 14:33
Tíminn...
Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Var að ranka við mér....það er að koma febrúar. Mér finnst ég búin að missa af janúar. Er ég búin að vera sofandi síðan eftir mat á aðfangadag?? Það er ótrúlegt hvað maður getur gert hversdagslega hluti án þess að hugsa um þá. Rútínan alveg í hámarki og það er eins og maður gangi í svefni. En nú er eins gott að "wake up and spell the coffee". Snjórinn er farinn héðan úr höfuðstöðvum norðurlands (svona að mestu) og andinn aðeins að léttast.
Þá er bara að bíða eftir næstu uppákomu sem er hákarlapartýið mikla 17.feb. nk.
26.1.2007 | 12:55
Helgi enn einu sinni...
Jæja þá er að koma helgi. Vinna í kvöld og nótt á Kaffi Ak. og vinna svo kl. 10 í fyrramálið. Maður verður mjög ferskur að svara...Gula línan Erla.... hehe þetta verður bara gaman.
En ég ætla nú að reyna að vera fersk og glöð á sunnudaginn og gera eitthvað skemmtilegt. Aldrei að vita hvað við mæðgur komum til með að gera. Annars ekkert spes um að vera hérna í augnablikinu, brjálæðisrokið yfirstaðið og mál til komið að laga til á svölunum hjá sér. Allt fauk sem gat fokið og allt brotnaði sem gat brotnað....
19.1.2007 | 16:54
Hún lifir...
Já Vonin lifir. Ég er ekki að fara að gefast upp strax. Ef Hugh Hefner er að finna ástina núna, áttræður kallinn, ætla ég að lifa í voninni aðeins lengur. Hver veit....kannski á ég eftir að finna mér einn (eða tvo) toy-boy þegar ég verð áttræð.
15.1.2007 | 10:22
ZZZZZZzzzzzz
Jæja þá er helgin búin og vinnuvikan tekin við. Það var rosa fín matarveisla fyrir starfsmenn Miðlunar á Laugardagskvöldið í tilefni af flutningunum og svo smá tjútt á gellunum á eftir......nema mér....ég fór að vinna á Vélsmiðjunni. Það var nú samt bara mjög gaman....enda finnst mér mjög gaman að vinna á bar. Eða svona yfirleitt
. En þreytan í gær....vááááá...Mér leið eins og ég hafi orðið fyrir valtara
. Svo þessi sunnudagur fór í alveg meiriháttar leti og smá kríur við og við...það var mjög gott. Og ég er ekki frá því að ég sé ennþá soltið þreytt...eða aðallega sybbin. En kannski er það bara af of miklum svefn í þetta skiptið. Never know.
En hvað er málið með Jón Óttar, Herbalife Godfather. Nú er haldið fram að tengls séu milli herbalife og lifrarbólgu. Af hverju getur hann ekki tekið því eins og maður og viðurkennt að ekkert er fullkomið. Ef Herbalife á að vera svona rosalega gott eins og hann heldur fram og drykkir og töflur geta komið í staðinn fyrir mat af hverju er þá ekki útbúnar svoleiðis töflur og drykkir fyrir fólkið sem er að svelta í heiminum. Ef forðatöflur eru virkilega svona góðar, hvað væri þá hægt að bjarga mörgum börnum úr svelti á hverjum einasta degi. Það er sorglegt að hugsa til þess að á annarri eða þriðju hverri sekúndu er barn að deyja úr hungri á meðan við vesturlandsbúar erum að deyja úr offitu og sjúkdómum tengt ofáti, eða þá að fólk er á Herbalife. Kannski er bara lifrarbólgutíminn komin....rétt eins og uppskerutímabilin.
Um bloggið
Hexia de trix
Vinirnir
- Kitta skvísa
- Arnar minn hólm
-
Alda Heim.
Alda kalda -
Didda mín
Minningarsíða Sesars -
Jóhanna Ey.
Fóa feykirófa -
Sunna Hólm
Sunnulingur
252 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar